Innlent

Ræða Bjarna Ben í heild sinni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á rúmlega fimm hundruð manna fundi í Valhöll í dag að íslenska þjóðin geti ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingu í Icesave málinu. Þá sagði hann að sú niðurstaða sem nú hefur fengist í samningaferlinu væri ekki fenginn með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum.

Hann sagði samninginn betri en þau samningstilboð sem áður hafa borist.

Þá sagði Bjarni að forsætisráðherra og fjármálaráðherra gætu ekki þakkað sjálfum sér að betri samningar náðust. Það væri fyrst og fremst íslensku þjóðinni að þakka sem hefði hafnað fyrri samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í meðfylgjandi mynskeiði er hægt að horfa á ræðuna í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×