Segir að kostnaður gæti orðið 1.100 milljarðar ef mál tapast Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2011 18:29 Jóhannes Karl Sveinsson, sem situr í Icesave-nefndinni, á fundinum í gær. Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira