Olíumálaráðherra Noregs skipt út 4. mars 2011 18:50 Terje Riis-Johansen ákvað í fyrra að hefja olíuleit við Jan Mayen. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Riis-Johansen, lét af embætti í dag. Eftirmaður hans er Ola Borten Moe, 34 ára gamall þingmaður frá Þrándheimi, sem norskir fjölmiðlar kalla krónprins Miðflokksins. Vangaveltur hafa verið í norskum fjölmiðlum að undanförnu um að olíu- og orkumálaráðherranum kynni að verða skipt út. Það kom því ekki alveg á óvart þegar tilkynnt var um ráðherraskiptin í dag. Terje Riis-Johansen hefur setið undir harðri gagnrýni þau tvö ár sem hann hefur gegnt embættinu, sem litið er á sem eitt það mikilægasta í Noregi. Hann þótti komast illa frá deilum um lagningu nýrrar háspennulínu um Harðangursfjörð og fréttir af mengun frá olíuhreinsunarstöðinni í Mongstad, norðan Björgvinjar, sköðuðu einnig feril hans. Þá hafa talsmenn olíuiðnaðarins verið ósáttir við hversu hægt hefur gengið undir forystu olíumálaráðherrans að afla fylgis við olíuleit á nýjum svæðum undan Noregsströndum við Lófót og í Vesturál.Til að slá á þá gagnrýni ákvað Terje Riis-Johansen í fyrra að hefja undirbúning að olíuleit við Jan Mayen, en sú ákvörðun gæti haft mikla þýðingu fyrir olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. Norskir fjölmiðlar segja að Terje Riis-Johansen hyggist nú sækjast eftir útnefningu Miðflokksins til framboðs í embætti fylkisstjóra í heimahéraði sínu, Þelamörk. Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Riis-Johansen, lét af embætti í dag. Eftirmaður hans er Ola Borten Moe, 34 ára gamall þingmaður frá Þrándheimi, sem norskir fjölmiðlar kalla krónprins Miðflokksins. Vangaveltur hafa verið í norskum fjölmiðlum að undanförnu um að olíu- og orkumálaráðherranum kynni að verða skipt út. Það kom því ekki alveg á óvart þegar tilkynnt var um ráðherraskiptin í dag. Terje Riis-Johansen hefur setið undir harðri gagnrýni þau tvö ár sem hann hefur gegnt embættinu, sem litið er á sem eitt það mikilægasta í Noregi. Hann þótti komast illa frá deilum um lagningu nýrrar háspennulínu um Harðangursfjörð og fréttir af mengun frá olíuhreinsunarstöðinni í Mongstad, norðan Björgvinjar, sköðuðu einnig feril hans. Þá hafa talsmenn olíuiðnaðarins verið ósáttir við hversu hægt hefur gengið undir forystu olíumálaráðherrans að afla fylgis við olíuleit á nýjum svæðum undan Noregsströndum við Lófót og í Vesturál.Til að slá á þá gagnrýni ákvað Terje Riis-Johansen í fyrra að hefja undirbúning að olíuleit við Jan Mayen, en sú ákvörðun gæti haft mikla þýðingu fyrir olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. Norskir fjölmiðlar segja að Terje Riis-Johansen hyggist nú sækjast eftir útnefningu Miðflokksins til framboðs í embætti fylkisstjóra í heimahéraði sínu, Þelamörk.
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira