Innlent

Ólafur Ragnar fundaði með páfa

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf Benedikt sextánda páfa, styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur í morgun. Þá veitti páfinn forsetanum sérstaka einkaáheyrn.

Forsetinn átti fund með páfanum í morgun en afar sjaldgæft þykir að Benedikt sextándi veiti einkaáheyrn. Þá átti íslenska sendinefndin jafnframt fund með Bertone, forsætisráðherra páfagarðs.

Forsetinn afhenti páfanum styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur en styttan er afsteypa af verki Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni, sem talinn er fyrsta barnið sem kristin kona fæddi í Ameríku. Styttunni verður komið fyrir í Páfagarði.

Ólafur Ragnar segir að hægt væri að færa fyrir því skýr rök að Guðríður væri einn merkasti kvenlandkönnuður veraldarsögunnar. Hún ferðaðist til grænlands og Ameríku, gekk um alla Evrópu og hélt loks í suðurgöngu í páfagarð og gerði páfa grein fyrir ferðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×