Viðskipti erlent

Gosið veldur verðfalli á hlutum í flugfélögum

Gosið í Grímsvötnum hefur valdið því að hlutir í flugfélögum og stórum ferðaskrifstofum hafa fallið á markaðinum í London í morgun.

Í frétt um málið í Guardian segir að ástæðan sé einkum sú að menn óttist að gosskýið muni loka loftrými Bretlands og þar með valda miklum truflunum á flugi til og frá landinu.

Hlutir í Easyjet hafa fallið um 6% og hlutir í Ryanair um 4,7%. Hlutir í ICAG, áður BA-Iberia, hafa lækkað um 3,5%b svo dæmi séu tekin.

Þá eru hlutir í ferðaskrifstofunni Tui Travel 3,4% lægri en þeir voru fyrir helgina og hlutir í Thomas Cook hafa lækkað um 3,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×