Tvíhyggjan gamla Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. maí 2011 10:00 Það er hundur rétt hjá mér í götunni sem hrekkur alltaf í kút þegar hann sér mig og hugsar: Hvaða maður er þetta? Voff voff voff! Hann er mjög grunsamlegur! Voff! Ég þarf að hræða hann í burtu! Arff! Arrrf! Eigandinn kemur alltaf hlaupandi og hundskammar greyið og reynir að útskýra fyrir honum að ég sé bara nágranninn. Forgefins. Næst þegar hann sér mig hugsar hann: Hvaða maður er þetta? Voff! Hann er mjög grunsamlegur! Voff-voff! Stundum finnst manni eins og andstaðan við aðild Íslands að ESB sé af svipuðum toga, einhvers konar vanahugsun. Horngrýtis taktíkinRaunar beinist andstaða mest gegn því að ljúka aðildarviðræðum að ESB, sem andstæðingarnir kalla raunar alltaf „aðlögunarferli" og láta eins og Ísland hafi ekki einu sinni verið í EFTA og hvað þá EES áður en til þessara viðræðna kom. Og vilja með engu móti að vitnist hvað kann að bjóðast Íslendingum innan sambandsins. Keppikeflið virðist fyrst og fremst að koma í veg fyrir að hagstæður samningur verði lagður fyrir þjóðina, því að þá kann svo að fara sem aldrei aldrei aldrei má gerast: að þjóðin samþykki aðild. Sumt af þessari andstöðu við aðildarviðræður er til komið af íslensku „taktíkinni" sem öllu ræður hér í stjórnmálum, fremur en hugsjónir, löngun til að duga sinni þjóð eða sýn á hagsmuni og möguleika þjóðarinnar í bráð og lengd, hvað þá lífskjör almennings sem ekki nokkur stjórnmálamaður hugsar nokkru sinni út í. „Taktíkin" gengur út á að ónýta mál til þess að komast sjálfur til valda. En af hverju er margir andvígir aðild? Til dæmis Samherjamenn sem halda úti sjálfu Morgunblaðinu til að hamast í þessari „taktík" – og Davíð Oddsson ritstjóri raunar mesti „taktíker" allra tíma í íslenskum stjórnmálum að margra mati, þó að árangurinn af henni sé einmitt umdeilanlegur á sviði utanríkismála: Davíð setti sér það markmið að halda ameríska hernum hér á landi með öllum ráðum – hélt að það væri hægt – og hélt að „taktíkin" til þess væri að öðlast hylli Georgs W. Bush. Fyrir vikið lét Davíð undir höfuð leggjast að búa þjóðina og einkum Suðurnesjamenn undir brottför hersins sem var óhjákvæmileg af ástæðu sem Davíð virðist aldrei hafa hugsað út í: herinn hafði hér ekkert að gera. Þrátt fyrir þessa undraverðu glámskyggni í hagsmunamálum þjóðarinnar virðist Davíð enn vera helsta leiðarljós margra í þeim efnum. Eða hvað er Samherji að pæla? Fyrirtæki sem er með gríðarlega starfsemi í Evrópu: af hverju er það á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu? Getur verið að menn séu fastir í vanahugsun og vilji ekki láta reyna á það í viðræðum hvernig Íslendingum gengur að halda yfirráðum sínum yfir auðlindinni? Við og hinAf hverju eru svona margir ráðamenn í VG andvígir aðild að Evrópusambandinu? Ekki eru kjósendur flokksins það jafn eindregið, svo mikið er víst. Getur verið að hér sé líka á ferðinni gömul hefðarhugsun? Í VG eru sósíalistar, lýðræðissinnar og jafnréttissinnar að evrópskri hefð og eiga sér bræður og systur í ýmsum flokkum í Evrópu – og utan flokka – sem upp til hópa er „evrópusinnað" fólk; aðhyllist þennan vettvang samninga, samráðs og málamiðlana milli þjóða fremur en að þjóðirnar láti sverfa til stáls sín á milli eða neyti aflsmunar. En í gömlum stjórnmálahreyfingum er oft í gangi sjálfstæð hugsun óháð manneskjunum. Í VG hefur erfst viss tvíhyggja frá Alþýðubandalaginu og þar áður Sósíalistaflokknum, að ógleymdum Kommúnistaflokknum. Þetta er hugmyndin um „Okkur" og „Hin". „Við" vorum lengi vel „sósíalistísku ríkin" og allir sem studdu þau en „hin" voru hin „gamla og heimsvaldasinnaða Evrópa". Síðan fóru menn að sjá í gegnum lygavefinn í Sovétríkjunum en áfram lifði tvíhyggjan; Evrópuríkin voru áfram „Hin" meðan leitin stóð að samherjum. Stundum voru það nýfrjáls lönd Afríku – jafnvel Kúba, stundum þjóðir sem áttu í höggi við agressíf alþjóðafyrirtæki, ekki síst í Mið- og Suður-Ameríku. Þetta var náttúrlega rík hugsun á árunum kringum landhelgismálin. Ungt fólk sem hefur menntast og starfað í „gömlu" Evrópu á hins vegar erfitt með að skilja þessa hugmynd um að þetta séu óvinalönd okkar, og er tamara að hugsa um sig og þjóðina sína sem hluta af þessari heild: þessari menningu, þessari sögu, þessum aðferðum við að útkljá mál. En áfram lifir samt tvíhyggjan gamla í VG – ekki meðal kjósenda heldur þingmanna, og raunar hafa þeir kjósendur sem styðja aðildina engan talsmann innan flokksins. Aftur á móti setur menn þar almennt hljóða þegar talið berst að því sem ætti þó að vera kjarni málsins: verður aðild að ESB til þess að bæta lífskjör almennings eða versna þau? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Það er hundur rétt hjá mér í götunni sem hrekkur alltaf í kút þegar hann sér mig og hugsar: Hvaða maður er þetta? Voff voff voff! Hann er mjög grunsamlegur! Voff! Ég þarf að hræða hann í burtu! Arff! Arrrf! Eigandinn kemur alltaf hlaupandi og hundskammar greyið og reynir að útskýra fyrir honum að ég sé bara nágranninn. Forgefins. Næst þegar hann sér mig hugsar hann: Hvaða maður er þetta? Voff! Hann er mjög grunsamlegur! Voff-voff! Stundum finnst manni eins og andstaðan við aðild Íslands að ESB sé af svipuðum toga, einhvers konar vanahugsun. Horngrýtis taktíkinRaunar beinist andstaða mest gegn því að ljúka aðildarviðræðum að ESB, sem andstæðingarnir kalla raunar alltaf „aðlögunarferli" og láta eins og Ísland hafi ekki einu sinni verið í EFTA og hvað þá EES áður en til þessara viðræðna kom. Og vilja með engu móti að vitnist hvað kann að bjóðast Íslendingum innan sambandsins. Keppikeflið virðist fyrst og fremst að koma í veg fyrir að hagstæður samningur verði lagður fyrir þjóðina, því að þá kann svo að fara sem aldrei aldrei aldrei má gerast: að þjóðin samþykki aðild. Sumt af þessari andstöðu við aðildarviðræður er til komið af íslensku „taktíkinni" sem öllu ræður hér í stjórnmálum, fremur en hugsjónir, löngun til að duga sinni þjóð eða sýn á hagsmuni og möguleika þjóðarinnar í bráð og lengd, hvað þá lífskjör almennings sem ekki nokkur stjórnmálamaður hugsar nokkru sinni út í. „Taktíkin" gengur út á að ónýta mál til þess að komast sjálfur til valda. En af hverju er margir andvígir aðild? Til dæmis Samherjamenn sem halda úti sjálfu Morgunblaðinu til að hamast í þessari „taktík" – og Davíð Oddsson ritstjóri raunar mesti „taktíker" allra tíma í íslenskum stjórnmálum að margra mati, þó að árangurinn af henni sé einmitt umdeilanlegur á sviði utanríkismála: Davíð setti sér það markmið að halda ameríska hernum hér á landi með öllum ráðum – hélt að það væri hægt – og hélt að „taktíkin" til þess væri að öðlast hylli Georgs W. Bush. Fyrir vikið lét Davíð undir höfuð leggjast að búa þjóðina og einkum Suðurnesjamenn undir brottför hersins sem var óhjákvæmileg af ástæðu sem Davíð virðist aldrei hafa hugsað út í: herinn hafði hér ekkert að gera. Þrátt fyrir þessa undraverðu glámskyggni í hagsmunamálum þjóðarinnar virðist Davíð enn vera helsta leiðarljós margra í þeim efnum. Eða hvað er Samherji að pæla? Fyrirtæki sem er með gríðarlega starfsemi í Evrópu: af hverju er það á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu? Getur verið að menn séu fastir í vanahugsun og vilji ekki láta reyna á það í viðræðum hvernig Íslendingum gengur að halda yfirráðum sínum yfir auðlindinni? Við og hinAf hverju eru svona margir ráðamenn í VG andvígir aðild að Evrópusambandinu? Ekki eru kjósendur flokksins það jafn eindregið, svo mikið er víst. Getur verið að hér sé líka á ferðinni gömul hefðarhugsun? Í VG eru sósíalistar, lýðræðissinnar og jafnréttissinnar að evrópskri hefð og eiga sér bræður og systur í ýmsum flokkum í Evrópu – og utan flokka – sem upp til hópa er „evrópusinnað" fólk; aðhyllist þennan vettvang samninga, samráðs og málamiðlana milli þjóða fremur en að þjóðirnar láti sverfa til stáls sín á milli eða neyti aflsmunar. En í gömlum stjórnmálahreyfingum er oft í gangi sjálfstæð hugsun óháð manneskjunum. Í VG hefur erfst viss tvíhyggja frá Alþýðubandalaginu og þar áður Sósíalistaflokknum, að ógleymdum Kommúnistaflokknum. Þetta er hugmyndin um „Okkur" og „Hin". „Við" vorum lengi vel „sósíalistísku ríkin" og allir sem studdu þau en „hin" voru hin „gamla og heimsvaldasinnaða Evrópa". Síðan fóru menn að sjá í gegnum lygavefinn í Sovétríkjunum en áfram lifði tvíhyggjan; Evrópuríkin voru áfram „Hin" meðan leitin stóð að samherjum. Stundum voru það nýfrjáls lönd Afríku – jafnvel Kúba, stundum þjóðir sem áttu í höggi við agressíf alþjóðafyrirtæki, ekki síst í Mið- og Suður-Ameríku. Þetta var náttúrlega rík hugsun á árunum kringum landhelgismálin. Ungt fólk sem hefur menntast og starfað í „gömlu" Evrópu á hins vegar erfitt með að skilja þessa hugmynd um að þetta séu óvinalönd okkar, og er tamara að hugsa um sig og þjóðina sína sem hluta af þessari heild: þessari menningu, þessari sögu, þessum aðferðum við að útkljá mál. En áfram lifir samt tvíhyggjan gamla í VG – ekki meðal kjósenda heldur þingmanna, og raunar hafa þeir kjósendur sem styðja aðildina engan talsmann innan flokksins. Aftur á móti setur menn þar almennt hljóða þegar talið berst að því sem ætti þó að vera kjarni málsins: verður aðild að ESB til þess að bæta lífskjör almennings eða versna þau?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun