Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. mars 2011 20:47 Ryan Amaroso. Mynd/Vilhelm Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli. Það var líkt og leikmenn Snæfells hefðu ekki áttað sig á því að úrslitakeppnin væri hafin. Og það væri titilvörn þar að auki. Fjárhúsið var langt frá því að vera fullsetið og það var deyfð yfir áhorfendum sem og leikmönnum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka bauð upp á gott svefnmeðal með lúshægum sóknarleik. Og það svefnmeðal virkaði. Haukaliðið sótti án afláts í hjarta varnarinnar hjá Snæfelli – og varnartilþrif heimamanna voru ekki útgáfuefni í kennslubók. Staðan var 14-6 fyrir Hauka eftir 5 mínútur. Snæfell varð fyrir miklu áfalli undir lok fyrsta leikhluta þegar Sean Burton snéri sig á ökkla og er óvist með framhaldið hjá honum. Burton gat varla stigið í fótinn í leikslok en hann missti af lokakafla úrslitakeppninnar í fyrra vegna meiðsla. Staðan var 40-41 fyrir Hauka í hálfleik. Snæfell lék svæðisvörn í síðari hálfleik sem skilaði góðum árangri. Haukar skoruðu aðeins 8 stig í þeim leikhluta en þeir fengu færin til þess að skora. Á lokakaflanum náðu lykilmenn Snæfells að sýna sitt rétta andlit. Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru þá fyrir liðinu. Hinsvegar var það góð „þriggja stiga skorpa“ sem Egill Egilsson stóð fyrir sem kveikti neistann hjá Snæfelli. Næsti leikur fer fram á Ásvöllum á mánudaginn og það verður án efa fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þeim leik. Snæfell-Haukar 76-67 (15-24, 25-17, 15-8, 21-18)Snæfell: Ryan Amaroso 18/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 11/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8, Egill Egilsson 8/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Sean Burton 3.Haukar: Gerald Robinson 24/15 fráköst, Semaj Inge 21/9 fráköst, Örn Sigurðarson 9/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 5/10 stoðsendingar, Sveinn Ómar Sveinsson 4/7 fráköst, Emil Barja 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2. Dominos-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli. Það var líkt og leikmenn Snæfells hefðu ekki áttað sig á því að úrslitakeppnin væri hafin. Og það væri titilvörn þar að auki. Fjárhúsið var langt frá því að vera fullsetið og það var deyfð yfir áhorfendum sem og leikmönnum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka bauð upp á gott svefnmeðal með lúshægum sóknarleik. Og það svefnmeðal virkaði. Haukaliðið sótti án afláts í hjarta varnarinnar hjá Snæfelli – og varnartilþrif heimamanna voru ekki útgáfuefni í kennslubók. Staðan var 14-6 fyrir Hauka eftir 5 mínútur. Snæfell varð fyrir miklu áfalli undir lok fyrsta leikhluta þegar Sean Burton snéri sig á ökkla og er óvist með framhaldið hjá honum. Burton gat varla stigið í fótinn í leikslok en hann missti af lokakafla úrslitakeppninnar í fyrra vegna meiðsla. Staðan var 40-41 fyrir Hauka í hálfleik. Snæfell lék svæðisvörn í síðari hálfleik sem skilaði góðum árangri. Haukar skoruðu aðeins 8 stig í þeim leikhluta en þeir fengu færin til þess að skora. Á lokakaflanum náðu lykilmenn Snæfells að sýna sitt rétta andlit. Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru þá fyrir liðinu. Hinsvegar var það góð „þriggja stiga skorpa“ sem Egill Egilsson stóð fyrir sem kveikti neistann hjá Snæfelli. Næsti leikur fer fram á Ásvöllum á mánudaginn og það verður án efa fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þeim leik. Snæfell-Haukar 76-67 (15-24, 25-17, 15-8, 21-18)Snæfell: Ryan Amaroso 18/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 11/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8, Egill Egilsson 8/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Sean Burton 3.Haukar: Gerald Robinson 24/15 fráköst, Semaj Inge 21/9 fráköst, Örn Sigurðarson 9/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 5/10 stoðsendingar, Sveinn Ómar Sveinsson 4/7 fráköst, Emil Barja 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira