Innlent

Nagladekkjum fækkað um helming á níu árum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk notar nagladekk í mun minni mæli en áður. Mynd/ Anton.
Fólk notar nagladekk í mun minni mæli en áður. Mynd/ Anton.
Nagladekkjum hefur fækkað um helming á 9 árum í Reykjavík. Í mars árið 2002 voru 67% bifreiða á nagladekkjum en nú eru 34% á nöglum. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Þar segir að hlutfall bifreiða á negldum dekkjum í  Reykjavík lækki árlega. Um 34% ökutækja reyndust á negldum dekkjum og 66% á ónegldum þegar talið var í vikunni. Á sama tíma árið 2008 voru 44% bifreiða á negldum, 42% árið 2009 og 39% í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×