Innlent

Um sextíu prósent landsmanna vilja forvirkar rannsóknarheimildir

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Meirihluti landsmanna er hlynntur því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir samkvæmt könnun MMR. Nokkur munur er á afstöðu eftir kyni, aldri, tekjum og stjórnmálaflokkum.

Samtals tóku 84,8% til spurningarinnar.

Meirihluti þeirra sem tók afstöðu, eða 58,4%, voru hlynnt því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir og voru karlar hlynntari því en konur, eða 61,6% á móti 54,8%.

13,8% voru mjög andvíg því að lögreglan fái rannsóknarheimildirnar, 12,7% frekar andvíg og 15,2% voru hvorki hlynnt né andvíg því.

Stuðningur eykst með hækkandi tekjum og aldri en 72,3% þeirra sem eru á aldrinum 50-67 ára eru hlynnt forvirkum rannsóknarheimildum borið saman við 38,7% sem eru á aldrinum 18-29 ára.

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar er stuðningsfólks Samfylkingarinnar hlynntast því að lögreglan fái rannsóknarheimildirnar eða 67,4%.

Hægt er að sjá heimasíðu MMR hér með nánari tölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×