Innlent

Grásleppukarlar loksins að komast á sjó

Grásleppubátarnir eru nú loks að komast á sjó eftir þrálátar brælur, en mikill hugur er í grásleppukörlum eftir gjöfula vertíð í fyrra.

Vísbendingar eru um enn hærra verð fyrir grálseppuhrogn á þessari vertíð en í fyrra, samkvæmt þeim verðhugmyndum, sem Norðmenn hafa markað sér.

Lítið hefur hinsvegar orðið vart við rauðmaga, eða karl grásleppunnar, á miðunum í vetur og velta sjómenn fyrir sér hvort hann sé að verða uppáhaldsréttur skötuselsins, sem nú er að ná útbreiðslu umhverfis landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×