Innlent

Fimm lögreglubílar eltu ölvaðan og dópaðan ökumann

Lögreglumönnum á fimm lögreglubílum tóks um eitt leitið í nótt að stöðva ölvaðan og dópaðan ökumann í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík, eftir að hann hafði ekið háskalega um Háaleiltishverfið.

Lögreglumenn á eftirlitsferð sáu hvar bílnum var ekið skrykkjótt eftir Bústaðavegi og gáfu ökumanni stöðvunarmerki, sem hann virti að vettugi og jók þess í stað hraðann.

Hann ók síðan á móti rauðum ljósum og yfir umferðareyjar, en lögreglumennirnir kölluðu á liðsauka úr öllum áttum. Með góðri samvinnu tókst þeim að króa bílinn af, án þess að þurfa að aka á hann.

Ökumaðurinn læsti sig þá inni og urðu lögreglulmenn að brjóta rúðu í bílnum til að ná honum út og stinga honum í fangageymslur.Svo vel vildi til að nánast engin umferð var á meðan á þessu stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×