Innlent

Elstu teikningarnar frá 1944

Erró í Hafnarhúsinu í gær en hann er staddur á landinu vegna sýningar á teikningum hans sem opnar í dag.Fréttablaðið/Anton
Erró í Hafnarhúsinu í gær en hann er staddur á landinu vegna sýningar á teikningum hans sem opnar í dag.Fréttablaðið/Anton
x
Sýning með teikningum eftir Erró opnar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag.

Um 200 teikningar eru á sýningunni sem er skipulögð í náinni samvinnu við Erró og byggð á verkum sem koma úr einkasafni listamannsins og safneign Listasafns Reykjavíkur.

Teikning er sú grein sem Erró er síst þekktur fyrir en þó eru á sýningunni verk sem hann vann frá árinu 1944 til vorra daga og beitti fjölbreyttri tækni og aðferðum við gerð þeirra. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×