Vill að hvarf Valgeirs Víðissonar verði rannsakað aftur 25. október 2011 17:57 Ögmundur Jónasson hefur ekki enn fundað með Unni. „Ég trúi því að hann hafi verið myrtur,“ segir Unnur Millý Georgsdóttir, en barnsfaðir hennar, Valgeir Víðisson, hvarf sporlaust árið 1994. Unnur Millý hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, dómsmálaráðherra, þar sem hún hyggst biðja hann um að taka upp rannsókn á málinu á ný. Málið er hið dularfyllsta en Valgeir hvarf þann 19. júní árið 1994. Þá var hann rétt tæplega þrítugur. Ekkert hefur til hans spurst síðan en sakamálarannsókn fór fram á hvarfi Valgeirs. Einn maður var handtekinn og framseldur frá Hollandi til Íslands vegna rannsóknarinnar. Honum var þó sleppt að lokum. Aðspurð segist Unnur Millý hafa upplýsingar undir höndum sem geti varpað nýju ljósi á málið. „Ég veit að þegar ég mun tala við Ögmund um þetta mál munu renna á hann tvær grímur,“ segir Unnur Millý sem vill ekki greina frá upplýsingunum í viðtali við Vísi. „Þessa upplýsingar sem ég hef, þeir sem á þessum tíma þekktu til Valgeirs, vita nákvæmlega hvað ég er að tala um,“ segir hún. Unnur Millý trúir því að Valgeir hafi verið kominn í vandræði gagnvart valdamiklum mönnum í undirheimum Íslands. „Hann sagði við mig viku áður en hann hvarf að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur hérðan í frá, hann væri komin inn undir hjá þeim stóru,“ segir Unnur Millý. Svo hvarf hann skömmu síðar. Unnur vill meina að rannsókn lögreglunnar hafi verið verulega óbótavant. Þess vegna ætlar hún að biðja ráðherra um að opna rannsóknina á ný. Ekki er ljóst hvenær Unnur Millý mun ná fundi ráðherrans. Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ég trúi því að hann hafi verið myrtur,“ segir Unnur Millý Georgsdóttir, en barnsfaðir hennar, Valgeir Víðisson, hvarf sporlaust árið 1994. Unnur Millý hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, dómsmálaráðherra, þar sem hún hyggst biðja hann um að taka upp rannsókn á málinu á ný. Málið er hið dularfyllsta en Valgeir hvarf þann 19. júní árið 1994. Þá var hann rétt tæplega þrítugur. Ekkert hefur til hans spurst síðan en sakamálarannsókn fór fram á hvarfi Valgeirs. Einn maður var handtekinn og framseldur frá Hollandi til Íslands vegna rannsóknarinnar. Honum var þó sleppt að lokum. Aðspurð segist Unnur Millý hafa upplýsingar undir höndum sem geti varpað nýju ljósi á málið. „Ég veit að þegar ég mun tala við Ögmund um þetta mál munu renna á hann tvær grímur,“ segir Unnur Millý sem vill ekki greina frá upplýsingunum í viðtali við Vísi. „Þessa upplýsingar sem ég hef, þeir sem á þessum tíma þekktu til Valgeirs, vita nákvæmlega hvað ég er að tala um,“ segir hún. Unnur Millý trúir því að Valgeir hafi verið kominn í vandræði gagnvart valdamiklum mönnum í undirheimum Íslands. „Hann sagði við mig viku áður en hann hvarf að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur hérðan í frá, hann væri komin inn undir hjá þeim stóru,“ segir Unnur Millý. Svo hvarf hann skömmu síðar. Unnur vill meina að rannsókn lögreglunnar hafi verið verulega óbótavant. Þess vegna ætlar hún að biðja ráðherra um að opna rannsóknina á ný. Ekki er ljóst hvenær Unnur Millý mun ná fundi ráðherrans.
Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira