Viðskipti erlent

Magma Energy sameinast Plutonic Power

Magma Energy, sem m.a. á HS Orku, hefur sameinast orkufyrirtækinu Plutonic Power Corp. Hið nýja félag mun heita Alterra Power Corp. og mun hlutafé hins nýja félags nema um 575 milljónum dollara eða um 66 milljörðum kr.

Fjallað er um málið á vefsíðu Magma Energy. Þar segir að hver hluthafi í Plutonic muni fá 2,38 hluti í Magma fyrir hvern einn hlut í Plutonic en síðan breytist nafn Magma í Alterra.

Ross Beaty forstjóri Magma segir að samruni félaganna muni styrkja þau bæði og mynda stærra og sterkara fyrirtæki á sviði endurnýjanlegrar orku.

Beaty mun gegna stöðu forstjóra í hinu nýja félagi en aðstoðarforstjóri verður Donald McInnes sem áður var forstjóri Plutonic.

Plutonic á og rekur vatns- og vindaflsvirkjanir í vesturhluta Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×