Viðskipti erlent

Taprekstur West Ham eykst milli ára

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham tapaði 20,6 milljónum punda, eða 3,8 milljörðum kr. á síðasta reikningsári sínu sem lauk 31. maí s.l. Brottrekstur Gianfranco Zola og ráðning Avram Grant í stöðu knattspyrnustjóra West Ham bætti 3,4 miljónum punda við tapið á árinu.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að uppasafnað tap West Ham á síðustu fimm árum nemi rúmum 90 milljónum punda eða tæpum 17 milljörðum kr.

Þeir David Gold og David Sullivan keyptu meirihluta í liðinu af Straumi á síðasta ári. Þeir eiga nú 60% á móti 40% hlut Straums. Fram kemur á Bloomberg að þeir félagar hafi áhuga á að auka hlut sinn í 82% en það er bundið því skilyrði að liðið haldi sér uppi í úrvalsdeildinni. Sem stendur er liðið einu sæti frá fallsæti.

Gold og Sullivan hafa reynt að draga úr taprekstri West Ham á síðasta ári og hafa náð nokkrum árangri í því. Laun hafa minnkað um tæpar 10 milljónir punda milli ára og heildarskuldir lækkuðu um 40%. Nema skuldirnar nú 33,5 milljónum punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×