Innlent

Kannar leiðir til þess að byggja útilaug við Sundhöll Reykjavíkur

Borgarráð ákvað á fundi sínum í morgun að kanna leiðir til að byggja útilaug fyrir almenning og aðstöðu fyrir heilsutengda ferðaþjónustu á auðri lóð við hlið Sundhallarinnar í Reykjavík. Þannig greinir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrú Samfylkingarinnar frá því að hugmyndin sé ekki ný en auð lóð er við hlið Sundhallarinnar og hefur verið sýnt fram á að hægt er að koma fyrir útilaug og annarri starfsemi þar þannig að vel fari.

Þessar hugmyndir verða nú kannaðar frekar ásamt hugsanlegum leiðum til að vinna verkefnið í samstarfi við fyrirtæki í heilsutengdri ferðaþjónustu þannig að kostnaði yrði deilt. Útilaugin yrði tengd núverandi Sundhöll og opin almenningi. Sundhöllin sjálf er friðuð að ytra og innra byrði og ekki er gert ráð fyrri breytingu þar á.

Einróma samþykkt borgarráðs fylgir hér með:

„Óskað er eftir heimild borgarráðs til að setja af stað undirbúningsvinnu í sameiginlegum starfshópi framkvæmda- og eignasviðs, skipulags- og byggingasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, ÍTR og innkaupaskrifstofu vegna endurbóta og hugmynda um stækkun Sundhallarinnar. Undirbúningsvinna felst m.a. í forsögn að gerð deiliskipulags, greiningu hagsmunaaðila, frekari skilgreiningu verkefnisins, markmiðssetningu og tillögu um útboðsaðferð og rekstrarform. Lagt er til að framkvæmda- og eignasvið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×