Innlent

Stefnt að þriggja ára samningum

Ef Samtök atvinnulífsins láta af fyrirvara sínum um útfærslu á stjórn fiskveiða í tengslum við gerð kjarasamninga, segir forsætisráðherra mögulegt að ná samningum til þriggja ára. Ríkisstjórnin kynnir á morgun aðgerðir í atvinnumálum og skattaívilnanir til fyrirtækja sem ætlað er að liðka fyrir samningagerðinni.

Ef Samtök atvinnulífsins láta af fyrirvara sínum um útfærslu á stjórn fiskveiða í tengslum við gerð kjarasamninga, segir forsætisráðherra mögulegt að ná samningum til þriggja ára. Ríkisstjórnin kynnir á morgun aðgerðir í atvinnumálum og skattaívilnanir til fyrirtækja sem ætlað er að liðka fyrir samningagerðinni. Þorbjörn Þórðarson.

Forystumenn aðila vinnumarkaðarins funduðu með ríkisstjórninni í morgun. Á morgun eftir hádegi hyggst ríkisstjórnin kynna tillögur sínar til þess að höggva á hnútinn í kjaraviðræðunum. Eitt af því sem Samtök atvinnulífsins hafa kvartað undan er skortur á atvinnuskapandi verkefnum.

„Já ég ætla ekki að nefna einstaka þætti en við höfum rætt öll þessi atriði, vegaframkvæmdir, Helguvík og fleira. Þetta skýrist á morgun. Ég vil ekkert segja meira um þetta," sagði Jóhanna sem var orðvör eftir fundinn.

Forystumenn SA hafa nefnt skattamálin og að ríkisstjórnin þurfi að koma til móts við fyrirtækin í landinu.

„Við höfum rætt um skattalækkanir. Þá er horft til tryggingagjaldsins. Það er leið sem við þurfum að skoða.

En telur forsætisráðherra líklegt að samið verði til þriggja ára?

„Mér finnst það líklegt. Ef fiskveiðistjórnunarkerfið er ekki að þvælast fyrir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×