Innlent

Vilja ríkisborgararétt til þess að fjárfesta í orkuauðlindum Íslands

Tíu fjársterkir aðilar frá Bandaríkjunum og Kanada, hafa óskað eftir íslenskum ríkisborgararétti fyrir sig og börn sín. Samkvæmt fréttastofu RÚV, þá er um fjársterka reynslubolta úr orkubransanum að ræða en þeir hafa hug á að fjárfesta í endurnýjanlegri orku hér á landi.

Það er allsherjarnefnd sem veitir ríkisborgararétt. Það eru íslenskir aðilar sem standa að baki hugmyndinni, en það er fyrirtækið Northern Lights Energy. Það er sama fyrirtæki og hyggst selja rafbíla á Norðurlöndum fyrir fjóra og hálfan milljarða króna.

Þeir sem standa að baki fyrirtækinu eru meðal annars Gísli Gíslason, sem er stjórnarformaður og Sighvatur Lárusson. Samkvæmt frétt RÚV verður nánar fjallað um málið í Kastljósi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×