Innlent

Fjárfestingageta auðmannahópsins sögð vera 1700 milljarðar

Endurnýjanleg orka. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Endurnýjanleg orka. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Þeir tíu aðilar sem hafa sótt um ríkisborgararétt hjá allsherjarnefnd Alþingis, hafa yfir að ráða 1700 milljörðum til þess að fjárfesta hér á landi, fái þeir ríkisborgararéttinn.

Það var Kastljós sem greindi frá málinu í kvöld en þar kemur fram að tíu Bandaríkjamenn og Kanadamenn, ásamt börnum þeirra, hafa óskað eftir ríkisborgararétti hér á landi til þess að fjárfesta í endurnýjanlegri orku á Íslandi.

Aðilarnir eru á vegum Northern Lights Energy (NLE). Framkvæmdastjóri NLE, Sturla Sighvatsson, sagði í viðtali við Kastljós að tilgangur hópsins væri ekki sá að fjárfesta í fiski og kaupa upp orkuauðlindir hér á landi. Hugmyndir þeirra væru að mörgu leytinu til tengdar nýsköpun.

Aðilarnir sem um ræðir eru þegar í fyrirtækjarekstri orkufyrirtækja í Bandaríkjunum og Rússlandi.

Aðilarnir hafa lagt fram ítarlegar skýrslur sem meðal annars fyrirtækið Kroll vann um persónur sínar. Mötin kosta tvær milljónir króna. Meðal skilyrða fyrir því að vera með í þessum hópi er sú að einstaklingarnir hafi flekklaust mannorð.

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, sagði í viðtali við Kastljós að skoða yrði málið vel. Hann tók ekki illa í hugmyndina, og spurði meðal annars að ef Bill Gates myndi til að mynda sækja um ríkisborgararétt hér á landi, myndu þá menn tortryggja það sérstaklega?


Tengdar fréttir

Vilja ríkisborgararétt til þess að fjárfesta í orkuauðlindum Íslands

Tíu fjársterkir aðilar frá Bandaríkjunum og Kanada, hafa óskað eftir íslenskum ríkisborgararétti fyrir sig og börn sín. Samkvæmt fréttastofu RÚV, þá er um fjársterka reynslubolta úr orkubransanum að ræða en þeir hafa hug á að fjárfesta í endurnýjanlegri orku hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×