Innlent

Frumvarp um fiskveiðistjórnun verði afgreitt með afbrigðum

Búist er við að frumvarp til nýrra laga um fiskveiðistjórnun verði lagt fram á þessu vorþingi. Málið yrði þá afgreitt með afbriðgum. Frestur til að leggja fram frumvarp til afgreiðslu á Alþingi á þessu vorþingi rennur út á morgun.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er ekki búist við því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggi fram frumvarp til nýrra laga um fiskveiðistjórnun innan þess frests, en Jón er staddur í Kaupmannahöfn á fundi norrænu ráðherranefndarinnar. Forsætisráðherra hefur þó sagt í fjölmiðlum að ekki sé ólíklegt að málið verði afgreitt með afbrigðum, þ.e. að Alþingi samþykki að taka málið fyrir þó svo að fresturinn sé runninn út.

Samkvæmt heimildum úr ráðunetinu er unnið hörðum höndum að því að ljúka frumvarpinu, en tvísýnt er hvort það takist í dag. Þó stefni ráðherrann að því að leggja frumvarpið fram á þessu vorþingi en ekki sé útilokað að bíða með frumvarpið þar til í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×