Innlent

Forstjóri OR með 1,3 milljónir á mánuði

Forstjóri Orkuveitunnar er með 1,3 milljónir á laun á mánuði. Hann boðar nýjan hugsunarhátt hjá fyrirtækinu og segir alla þurfa að herða sultarólina. Formaður borgarráðs segir samfélagið þurfa að sýna samstöðu með Orkuveitunni til að tryggja endurreisn fyrirtækisins.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, boðaði í gær nýja tíma og hugsun hjá fyrirtækinu en björgunarpakki borgarinnar felur í sér 12 milljarða króna víkjandi lán frá eigendum til Orkuveitunnar sem kemur á móti umfangsmiklum niðurskurðaraðgerðum hjá Orkuveitunni sjálfri.

Bjarni Bjarnason sagði að nú þyrftu menn að herða sultarólina.

„Það sem við erum að gerast snýst um lágmarksarðsemi. Greiðsluþol almennings er ekki mikið. Við vvildum sjá hærri arðsemi en við munum herða ólina allsstaðar og líka hjá okkur sjálfum," segir Bjarni.

Meðal aðgerða Orkuveitunnar er fækkun starfsfólks og sala eigna. Spurður hvað hann væri sjálfur með í laun svaraði Bjarni:

„Ég er með 1340 þúsund."

Þegar fréttamaður spurði Bjarna hvort hann stefndi á að lækka laun sín, svaraði hann: „Þessi laun hafa lækkað um 40%, meiri launaskerðing en hjá flestum," segir hann.

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að stjórnin hefði ákveðið að laun forstjóra fylgdu kjararáðsúrskurði um sambærilegar stöður hjá sambærilegum fyrirtækjum.

Dagur B. Eggertsson borgarfulltúi var þá spurður hvort hægt væri að bera Orkuveitu reykjavíkur við önnur orkufyrirtæki - fréttir dagsins væru jú þær að Orkuveitan væri tæknilega gjaldþrota.

„Ég held við ættum frekar að miða laun Bjarna við lækninn sem kemur á slysstað en þann sem veldur slysinu," segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×