Innlent

Landlækni bárust rúmlega 250 kvartanir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi á síðasta ári og einum var veitt lögformleg áminning, samkvæmt gögnum Landlæknis. Landlæknisembættinu bárust alls 252 kvartanir í fyrra en árið á undan voru þær 237. Landlæknisembættið segir að umkvörtunarefnin hafi verið af margvíslegum toga, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlegra mistaka.

Algengasta umkvörtunarefnið í fyrra var röng eða ófullnægjandi meðferð líkt og undanfarin ár. Landlæknir segir að kvartanir eftir sérgreinum, jafnt vegna tilvika á stofnunum, einkastofum eða annars staðar, hafi flestar verið í tengslum við heimilislækningar eða 45 enda séu flest samskipti í heilbrigðisþjónusti við heimilislækna. Næstflestar kvartanir beindust að bráða- og slysalækningum, eða 35 talsins.

Nú um miðjan mars hafði fengist niðurstaða í 176 málum, en 19 málum frá 2009 var þá enn ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×