Innlent

Lögreglan aðstoðaði álft í sjálfheldu

Lögreglan var kölluð að íbúðarhúsi í Hafnarfirði um miðnæturbil, þar sem álft var í sjálfheldu á svölunum og náði sér ekki til flugs. Hún lét heldur ófriðlega þegar lögreglumennirnir birtust og hvæsti á þá, en þeir náðu tökum á henni og hjállpuðu henni niður í húsagarðinn. Síðast sást til hennar ganga fyrir húshornið í leit að nægilega langri flugbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×