Handbolti

Þórir: Vinnum ekki leiki á fornri frægð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson er klár í bátana fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í kvöld sem leggst vel í hann. Þórir segir fína stemningu hafa verið á æfingum liðsins í vikunni.

„Það er léttleiki fyrir og eftir æfingar en menn taka hlutina alvarlega á æfingunum," segir Þórir en hann býst við erfiðum leikjum gegn Þjóðverjum.

„Mér finnst Þjóðverjarnir vera að styrkjast. Þetta eru allt frábærir leikmenn í toppliðum í þýsku úrvalsdeildinni. Okkur hefur gengið vel með þá í síðustu leikjum og við ætlum ekkert að sleppa því taki. Við ætlum líka að sýna okkur og sanna að við séum klárir í slaginn. Það verður fínt að sjá hvar við stöndum eftir leikina," segir Þórir en hann segir liðið vera á uppleið eftir niðursveiflu í lok síðasta árs.

„Þetta var smá bakslag og við sjáum að við getum ekki unnið leiki á fornri frægð. Þetta er liðsíþrótt og við erum bestir þegar við vinnum saman."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×