Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Valur Grettisson skrifar 7. janúar 2011 14:17 Vigdís Hauksdóttir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar. Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar.
Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42
Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15
Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28
Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18