Innlent

Jón Steinar vill sleppa byssumanni - Hann vildi bara komast inn

Valur Grettisson skrifar
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstaréttadómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sérákvæði í dag, þar sem Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem skaut á hurð íbúðarhúsnæðis ásamt þremur öðrum mönnum.

Hæstiréttur féllst á gæsluvarðhaldið sem rennur út 1. febrúar næstkomandi.

Jón Steinar skilaði hinsvegar séráliti þar sem hann lagðist gegn úrskurðinum. Í niðurstöðu hans segir að „Af þessu öllu verður ekki dregin sú ályktun að sterkur grunur sé fram kominn um að varnaraðili hafi skotið úr byssunni í því skyni að meiða manninn sem í húsinu bjó og enn síður að svipta hann lífi. Er alls ekki unnt að útiloka að byssan hafi einungis verið sótt til að skjóta sér leið inn í húsið."

Auk þess sem mennirnir skutu á húsið þá klemmdist hönd konu húsráðandans á milli stafs og hurðar svo hún hlaut einhver meiðsl af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×