Lífið

Bubbi kominn með heyrnartæki - heyrir aftur söng fuglanna

Bubbi Morthens heyrir í fuglunum.
Bubbi Morthens heyrir í fuglunum.

„Ég heyri aftur söng fuglanna," sagði rokkstjarnan Bubbi Morthens í auglýsingu sem finna má í Fréttatímanum í dag á blaðsíðu tólf. Þar auglýsir Bubbi heyrnartækin Agil frá Oticon undir slagorðinu: Betri heyrn. Bætt lífsgæði.

Og lífsgæði Bubba hafa stóraukist í kjölfarið að eigin sögn því rokkgoðið segist nú í fyrsta skiptið í mörg ár geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma.

Líkir Bubbi þessari upplifun við kraftaverk.

Bubbi hefur reyndar oft sagt í viðtölum að hann sé orðinn hálf heyrnarlaus eftir áratug af rokki og róli. Nú er tilveran önnur; Bubbi er kominn með heyrnartæki og á í engum vandræðum með að tala við fólk í fjölmenni eða kliði eins og segir í auglýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.