Handbolti

Einar: Sóknarleikur okkar hrundi í seinni hálfleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Stefán
„Það er fátt hægt að segja eftir leik þar sem við skorum aðeins þrjú mörk í seinni hálfleik," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, svekktur eftir tapið gegn Val í kvöld.

Framarar þurftu að sæta sig við tap gegn erkifjendunum í Val í níundu umferð N1-deildar kvenna í kvöld, en leikurinn endaði 23-16 fyrir Val.

„Sóknarleikurinn okkar gjörsamlega hrundi í seinni hálfleik þó svo að varnarleikur okkar og markvarsla hafi verið að ganga upp," sagði Einar.

„Tölurnar segja samt sem áður ekki alla söguna en munurinn á liðunum var aðeins þrjú mörk þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum. Mínar stelpur virtust missa aðeins hausinn í lokin og tóku ekki nægilega mikið af skarið. Sóknarleikur okkar er aðeins of einhæfur eins og staðan er í dag og það er hlutur sem við verðum að vinna í," sagði Einar.

„Þetta er aftur á móti enginn heimsendir. Hlutirnir eru enn í okkar höndum og við ætlum okkur að vinna þessa deild," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×