Innlent

Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki

Valur Grettisson skrifar
Um 500 til 700 kíló af kæstum hákarli var stolið í vikunni.
Um 500 til 700 kíló af kæstum hákarli var stolið í vikunni. Mynd / Freisting.is

Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu.

Þar segir að þjófarnir hafi aðeins stolið fullverkuðum hákarli, en óverkaður hákarl var látinn í friði.

Eigandi hákarlsins vill koma því áleiðis að ef vafasamur sölumaður birtist á veitingastað eða hóteli og býður kæstan hákarl, þá biður hann veitingamenn um að hringja í lögregluna á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×