NBA í nótt: Lakers niðurlægði Cleveland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2011 09:00 Leikmenn Cleveland ganga niðurlútir af velli. Mynd/AP LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira