NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2011 09:00 Manu Ginobili fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en klikkaði. Mynd/AP Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Wilson Chandler, fyrrum New York maður, skoraði úrslitakörfu fyrir Denver Nuggets 29,3 sekúndum fyrir leikslok í 115-112 sigri á toppliði San Antonio Spurs. Tim Duncan lék ekki með Spurs vegna meiðsla og það er ekki ljóst hversu lengi hann verður frá. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Denver og þeir Raymond Felton og J.R. Smith voru báðir með 18 stig. Denver hefur nú unnið 11 af 15 leikjum sínum síðan að félagið lét Anthony fara. „Það er mun erfiðara að reikna þá út núna. Þeir eru með fullt af leikmönnum sem geta skorað og þeir eru með mun meiri breidd," sagði Spurs-maðurinn Manu Ginobili um breytinguna á Denver-liðinu. Gary Neal skoraði 25 stig fyrir San Antonio, Ginobili var með 20 stig og Tony Parker skoraði 19 stig. Dwight Howard var með 33 stig og 11 fráköst þegar Orlando Magic vann sannfærandi 111-99 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir New York en liðið tapaði í sjöunda sinn í síðustu átta leikjum og hefur aðeins unnið 7 af 17 leikjum síðan að hann kom frá Denver. Jameer Nelson skoraði 19 stig fyrir Orlando og Hedo Turkoglu var með 16 stig og 11 fráköst. New York datt niður fyri 50 prósent sigurhlutfall með þessu tapi í fyrsta sinn síðan í lok nóvember.Mynd/APDwyane Wade var með 24 stig og Chris Bosh bætti við 23 stigum þegar Miami Heat vann 100-94 sigur á Detroit Pistons. LeBron James var með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar í sjötta sigri Miami í síðustu sjö leikjum sínum. Heat-liðið var ellefu stigum undir í lok þriðja leikhlutans en tók völdin í leiknum með því að skora fimmtán fyrstu stigin í lokaleikhlutanum. Richard Hamilton skoraði mest fyrir Detroit eða 27 stig. Aaron Brooks kom með 25 stig og 8 stoðsendingar af bekknum fyrir Phoenix Suns í 114-106 sigri á Toronto Raptors en Phoenix fékk 63 stig frá bekknum eftir að hafa spilað aðeins rúmum 20 tímum eftir að liðið tapaði í þríframlengdum leik á móti Lakers. Steve Nash var með 16 stig og 8 stoðsendingar og Marcin Gortat var með 15 stig, 8 fráköst og 5 varin skot. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto og DeMar DeRozan var með 19 stig.Mynd/APRussell Westbrook skoraði 31 stig og Kevin Durant bætti við 29 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 106-94 heimasigur á Utah Jazz. Utah datt þar með niður fyrir 50 prósent sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 6. nóvember en leikur liðsins hefur hrunið eftir að Jerry Sloan hætti að þjálfa liðið. Al Jefferson var með 32 stig og 12 fráköst hjá Utah sem er nánast búið að missa af möguleikanum á því að komast í úrslitakeppnina. Memphis Grizzlies vann 90-87 sigur á Boston Celtics í Boston þar sem Marc Gasol var með 11 stig og 11 fráköst og Zach Randolph bætti við 13 stigum og 8 fráköstum. Sigurinn kom sér afar vel fyrir Memphis í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en hjálpaði líka Chicago að ná forskoti á Boston í baráttunni um efsta sætið í Austurdeildinni. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston sem tapaði í fimmta sinn í síðustu níu leikjum en þá var Rajon Rondo með 6 stig, 7 stolna bolta, 11 stoðsendingar og 11 fráköst.Mynd/APBlake Griffin náði fyrstu þrennunni á ferlinum þegar Los Angeles Clippers vann 127-119 sigur Washington Wizards eftir framlengingu. Griffin var með 32 stig, 17 fráköst og 10 stoðendingar en lék í rúmlega 51 mínútu. Eric Gordon skoraði 32 stig fyrir Clippers og Mo Williams var með 17 stig og 10 stoðsendingar. John Wall vart með 32 stig og 10 stoðsendingar fyrir Washington, Jordan Crawford skoraði 25 stig og JaVale McGee var með 22 stig og 13 fráköst. Danny Granger skoraði 33 stig og Tyler Hansbrough var með 24 stig þegar Indiana Pacers vann 111-88 útisigur á Charlotte Bobcats en bæði lið eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina í vor. Roy Hibbert var með 13 stig og 14 fráköst hjá Indiana en D.J. Augustin skoraði mest fyrir Charlotte eða 17 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCharlotte Bobcats-Indiana Pacers 88-111 Cleveland Cavaliers-New Jersey Nets 94-98 (framlengt) Philadelphia 76ers-Atlanta Hawks 105-100 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 87-90 Detroit Pistons-Miami Heat 94-100 New York Knicks-Orlando Magic 99-111 Milwaukee Bucks-Sacramento Kings 90-97 Oklahoma City Thunder-Utah Jazz 106-94 Houston Rockets-Golden State Warriors 131-112 Phoenix Suns-Toronto Raptors 114-106 Denver Nuggets-San Antonio Spurs 115-112 Los Angeles Clippers-Washington Wizards 127-119 (framlengt) NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Wilson Chandler, fyrrum New York maður, skoraði úrslitakörfu fyrir Denver Nuggets 29,3 sekúndum fyrir leikslok í 115-112 sigri á toppliði San Antonio Spurs. Tim Duncan lék ekki með Spurs vegna meiðsla og það er ekki ljóst hversu lengi hann verður frá. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Denver og þeir Raymond Felton og J.R. Smith voru báðir með 18 stig. Denver hefur nú unnið 11 af 15 leikjum sínum síðan að félagið lét Anthony fara. „Það er mun erfiðara að reikna þá út núna. Þeir eru með fullt af leikmönnum sem geta skorað og þeir eru með mun meiri breidd," sagði Spurs-maðurinn Manu Ginobili um breytinguna á Denver-liðinu. Gary Neal skoraði 25 stig fyrir San Antonio, Ginobili var með 20 stig og Tony Parker skoraði 19 stig. Dwight Howard var með 33 stig og 11 fráköst þegar Orlando Magic vann sannfærandi 111-99 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir New York en liðið tapaði í sjöunda sinn í síðustu átta leikjum og hefur aðeins unnið 7 af 17 leikjum síðan að hann kom frá Denver. Jameer Nelson skoraði 19 stig fyrir Orlando og Hedo Turkoglu var með 16 stig og 11 fráköst. New York datt niður fyri 50 prósent sigurhlutfall með þessu tapi í fyrsta sinn síðan í lok nóvember.Mynd/APDwyane Wade var með 24 stig og Chris Bosh bætti við 23 stigum þegar Miami Heat vann 100-94 sigur á Detroit Pistons. LeBron James var með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar í sjötta sigri Miami í síðustu sjö leikjum sínum. Heat-liðið var ellefu stigum undir í lok þriðja leikhlutans en tók völdin í leiknum með því að skora fimmtán fyrstu stigin í lokaleikhlutanum. Richard Hamilton skoraði mest fyrir Detroit eða 27 stig. Aaron Brooks kom með 25 stig og 8 stoðsendingar af bekknum fyrir Phoenix Suns í 114-106 sigri á Toronto Raptors en Phoenix fékk 63 stig frá bekknum eftir að hafa spilað aðeins rúmum 20 tímum eftir að liðið tapaði í þríframlengdum leik á móti Lakers. Steve Nash var með 16 stig og 8 stoðsendingar og Marcin Gortat var með 15 stig, 8 fráköst og 5 varin skot. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto og DeMar DeRozan var með 19 stig.Mynd/APRussell Westbrook skoraði 31 stig og Kevin Durant bætti við 29 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 106-94 heimasigur á Utah Jazz. Utah datt þar með niður fyrir 50 prósent sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 6. nóvember en leikur liðsins hefur hrunið eftir að Jerry Sloan hætti að þjálfa liðið. Al Jefferson var með 32 stig og 12 fráköst hjá Utah sem er nánast búið að missa af möguleikanum á því að komast í úrslitakeppnina. Memphis Grizzlies vann 90-87 sigur á Boston Celtics í Boston þar sem Marc Gasol var með 11 stig og 11 fráköst og Zach Randolph bætti við 13 stigum og 8 fráköstum. Sigurinn kom sér afar vel fyrir Memphis í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en hjálpaði líka Chicago að ná forskoti á Boston í baráttunni um efsta sætið í Austurdeildinni. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston sem tapaði í fimmta sinn í síðustu níu leikjum en þá var Rajon Rondo með 6 stig, 7 stolna bolta, 11 stoðsendingar og 11 fráköst.Mynd/APBlake Griffin náði fyrstu þrennunni á ferlinum þegar Los Angeles Clippers vann 127-119 sigur Washington Wizards eftir framlengingu. Griffin var með 32 stig, 17 fráköst og 10 stoðendingar en lék í rúmlega 51 mínútu. Eric Gordon skoraði 32 stig fyrir Clippers og Mo Williams var með 17 stig og 10 stoðsendingar. John Wall vart með 32 stig og 10 stoðsendingar fyrir Washington, Jordan Crawford skoraði 25 stig og JaVale McGee var með 22 stig og 13 fráköst. Danny Granger skoraði 33 stig og Tyler Hansbrough var með 24 stig þegar Indiana Pacers vann 111-88 útisigur á Charlotte Bobcats en bæði lið eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina í vor. Roy Hibbert var með 13 stig og 14 fráköst hjá Indiana en D.J. Augustin skoraði mest fyrir Charlotte eða 17 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCharlotte Bobcats-Indiana Pacers 88-111 Cleveland Cavaliers-New Jersey Nets 94-98 (framlengt) Philadelphia 76ers-Atlanta Hawks 105-100 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 87-90 Detroit Pistons-Miami Heat 94-100 New York Knicks-Orlando Magic 99-111 Milwaukee Bucks-Sacramento Kings 90-97 Oklahoma City Thunder-Utah Jazz 106-94 Houston Rockets-Golden State Warriors 131-112 Phoenix Suns-Toronto Raptors 114-106 Denver Nuggets-San Antonio Spurs 115-112 Los Angeles Clippers-Washington Wizards 127-119 (framlengt)
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira