Bráðsmitandi pest með svæsnum uppköstum og niðurgangi Karen Kjartansdóttir skrifar 18. janúar 2011 20:07 Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Fjöldi pesta reynir nú mjög á Landspítalann, einkum svokölluð nóróveira, sem veldur svæsnum uppköstum og niðurgangi. Innlagnastjóri spítalans segir að pestin virðist verða skæðri með ári hverju, ástandið sé sérlega erfitt nú. „Að undanförnu og í nokkuð langan tíma hafa verið að koma inn á spítalann, á hverjum einasta degi, þó nokkuð af fólki sem er veikt, svo er fólk sem er að veikjast inn á spítalanum. Þetta er svo smitandi að við þurfum að einangra fólk strax og það er eiginlega þá sem úrlausnarefnið verður mjög flókið því við höfum ekki mikið af einangrunarstofum. Það er núna sem mann dreymir um nýja spítalann því þar verða einbýli og sér salernisaðstaða en það höfum við ekki í þessum gömlu húsum," segir Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Á Landspítalanum eru venjulega tiltæk sjúkrarúm fyrir um 657 manns en undanfarnar vikur hefur sjúklingafjöldinn farið langt yfir það, síðastliðinn fimmtudag voru þar til að mynda 730 sjúklingar. Sjúklingum hefur því verið komið fyrir á sjúkrahótelum, setustofum og jafnvel hafa gangar verið nýttir. „Þannig það er þröngt, það eru margir í einangrun og það er líka mikið af starfsfólki sem er frá út af þessum pestum," segir Hildur. Þá bætist við að Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, að minnsta kosti tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík og Landakot taka ekki á móti sjúklingum þessa dagana vegna veirunnar. Því hefur Landspítalinn ekki getað sent þangað sjúklinga, eins og venja er þegar margir þurfa liggja inni, og það gerir málið enn erfiðara. Hildur tekur þó fram að spítalinn ráði vel við ástandið þótt það reyni á. Hún hvetur fólk til að sýna ábyrgð og koma ekki í heimsóknir ef það kennir sér meins. Þá minnir hún á að umgangspestir valda fullfrísku fólki miklum þjáningum og því þurfi ekki að hafa mörg orð um hvaða áhrif þær geti haft á fólk sem er veikt fyrir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Fjöldi pesta reynir nú mjög á Landspítalann, einkum svokölluð nóróveira, sem veldur svæsnum uppköstum og niðurgangi. Innlagnastjóri spítalans segir að pestin virðist verða skæðri með ári hverju, ástandið sé sérlega erfitt nú. „Að undanförnu og í nokkuð langan tíma hafa verið að koma inn á spítalann, á hverjum einasta degi, þó nokkuð af fólki sem er veikt, svo er fólk sem er að veikjast inn á spítalanum. Þetta er svo smitandi að við þurfum að einangra fólk strax og það er eiginlega þá sem úrlausnarefnið verður mjög flókið því við höfum ekki mikið af einangrunarstofum. Það er núna sem mann dreymir um nýja spítalann því þar verða einbýli og sér salernisaðstaða en það höfum við ekki í þessum gömlu húsum," segir Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Á Landspítalanum eru venjulega tiltæk sjúkrarúm fyrir um 657 manns en undanfarnar vikur hefur sjúklingafjöldinn farið langt yfir það, síðastliðinn fimmtudag voru þar til að mynda 730 sjúklingar. Sjúklingum hefur því verið komið fyrir á sjúkrahótelum, setustofum og jafnvel hafa gangar verið nýttir. „Þannig það er þröngt, það eru margir í einangrun og það er líka mikið af starfsfólki sem er frá út af þessum pestum," segir Hildur. Þá bætist við að Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, að minnsta kosti tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík og Landakot taka ekki á móti sjúklingum þessa dagana vegna veirunnar. Því hefur Landspítalinn ekki getað sent þangað sjúklinga, eins og venja er þegar margir þurfa liggja inni, og það gerir málið enn erfiðara. Hildur tekur þó fram að spítalinn ráði vel við ástandið þótt það reyni á. Hún hvetur fólk til að sýna ábyrgð og koma ekki í heimsóknir ef það kennir sér meins. Þá minnir hún á að umgangspestir valda fullfrísku fólki miklum þjáningum og því þurfi ekki að hafa mörg orð um hvaða áhrif þær geti haft á fólk sem er veikt fyrir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira