Lífið

Skemmtistaðir fá spark í rassinn

Skemmtistaðaeigendur eru auðmjúkir í garð aðgerða lögreglunnar. Arnar Þór á English Pub viðurkennir að of margir hafi verið inni á staðnum þegar lögreglan lokaði honum.
fréttablaðið/valli
Skemmtistaðaeigendur eru auðmjúkir í garð aðgerða lögreglunnar. Arnar Þór á English Pub viðurkennir að of margir hafi verið inni á staðnum þegar lögreglan lokaði honum. fréttablaðið/valli

„Það var aðeins of margt á föstudaginn og staðnum var lokað,“ segir Ægir Dagsson, rekstrarstjóri Kaffibarsins.

Kaffibarnum, English Pub, Risinu og Live Pub var lokað um síðustu helgi þar sem fjöldi gesta var allt of mikill miðað við leyfi staðanna. Ófeigur Friðriksson, formaður Félags kráareigenda, kvartar undan aðgerðum lögreglunnar í samtali við Vísi og segir lögregluna vera með allt niður um sig þegar kemur að löggæslu í miðborginni. Þessu mótmælir lögreglan.

Ægir á Kaffibarnum segir ágætt að fá ábendingar frá lögreglunni og öðrum eftir­litsaðilum og ítrekar að á Kaffibarnum séu menn ávallt fljótir að bregðast við slíkum ábendingum. Hann hefði þó kosið að staðnum hefði ekki verið lokað á föstudag heldur leyft að „tappa af“ í staðinn. „Það er erfitt að telja inni á stöðum þar sem fólk er á hreyfingu,“ segir hann.

Arnar Þór Gíslason á English Pub tekur í sama streng og viðurkennir að fjöldi gesta á staðnum hafi verið of mikill þegar lögreglan mætti á svæðið. „Í þessu tilfelli vorum við sekir,“ segir hann. „Það var búið að gefa ákveðin fyrirmæli og það var ekki alveg farið eftir þeim, þannig að við urðum að bíta í þetta súra epli. Það er ekkert að sakast við lögregluna. Það er fínt að fá spark í rassinn.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.