Handbolti

Guðmundur: Liðið sýndi stórkostlegan karakter

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

„Þessi leikur vannst í síðari hálfleik, það er það eina sem ég veit," sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 26-23 sigur liðsins gegn Austurríki á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

„Við vorum slakir í fyrri hálfleik og á eftir á öllum sviðum. Við töluðum um það í hálfleik að við ættum mikið inni, þyrftum að bæta okkur á öllum sviðum sem og við gerðum. Liðið sýndi stórkostlegan karakter að koma til baka. Við jöfnuðum leikinn tiltölulega fljótlega í síðari hálfleik, varnarleikurinn kom, markvarslan og hraðaupphlaupin í kjölfarið. Þetta var mjög erfiður leikur eins og við vissum. Við verðum að átta okkur á því að það þýðir ekkert annað en að mæta dýrvitlausir til leiks. Liðin eru það jöfn í þessum riðli. Ég vona að við þurfum ekki að upplifa svona leik aftur. Við getum litið á leikinn gegn Norðmönnum sem fyrsta leikinn í milliriðli vegna þess að þar eru tvö stig í boði sem fylgja okkur í milliriðil," sagði Guðmundur m.a. í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×