Handbolti

Guðmundur: Eftirminnilegar 30 mínútur

Henry Birgir Gunnarsson í Cloetta Center skrifar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari viðurkenndi það fúslega að það hefði verið erfitt að standa á hliðarlínunni í kvöld.

„Ég var býsna pirraður í hálfleik því mér fannst við ekki spila af þeim krafti sem við getum í fyrri hálfleik. Mér fannst vanta tugi prósenta upp á það. Þetta snérist um að breyta hugarfarinu og bíta frá sér,“ sagði Guðmundur.

„Liðið sem kom inn á völlinn í síðari hálfleik var gjörbreytt. Það barðist í vörninni, markvarslan og hraðaupphlaupin líka og hægt og bítandi unnum við okkur inn í leikinn á ný.“

„Það er stórkostlegur karakter sem drengirnir sýndu í síðari hálfleik og ótrúlegur baráttuvilji. Þetta eru eftirminnilegar 30 mínútur en ég verð að viðurkenna að þær voru erfiðar.“

Strákarnir eru nú komnir í milliriðil með tvö stig en þeir ætla að fara þangað með fjögur.

„Það liggur við að hægt sé að segja að Noregsleikurinn sé leikur tvö í milliriðli. Það eru tvö stig í boði í milliriðil og þar með má segja að milliriðillinn sé hafinn hjá okkur.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×