Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal SB skrifar 18. janúar 2011 09:59 Við upphaf réttarhaldanna. Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. „Ég flaug á vængjum ástarinnar," sagði Jón, spurður um hvernig hann hefði komist upp á þingpallana og uppskar hlátur í salnum. (09:35) Næsta vitni, Kolbeinn Aðalsteinsson (09:40), segir aðgerðina ekki hafa verið skipulagða. Engu að síður hafi verið „einhver hugmynd um að fara inn í Alþingishúsið" áður en þau hafi látið til skarar skríða. „Við gerðum okkur grein fyrir því að það yrði röskun á störfum þingsins," segir hann. Kolbeinn er spurður af hverju hann hafi „ruðst" upp tröppurnar. Verjendur gera athugasemd við orðalagið (09:50) og ákæruvaldið umorðar spurninguna: „Af hverju "fórstu" upp tröppurnar." „Lögreglan handjárnaði mig, lét mig liggja á maganum og setti hnéið í bakið á mér," segir Kolbeinn. Hann segist ekki hafa vitað af hverju hann var handtekinn og kvartar undan þeirri meðhöndlun sem hann fékk af hálfu lögreglunnar. Tengdar fréttir Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. „Ég flaug á vængjum ástarinnar," sagði Jón, spurður um hvernig hann hefði komist upp á þingpallana og uppskar hlátur í salnum. (09:35) Næsta vitni, Kolbeinn Aðalsteinsson (09:40), segir aðgerðina ekki hafa verið skipulagða. Engu að síður hafi verið „einhver hugmynd um að fara inn í Alþingishúsið" áður en þau hafi látið til skarar skríða. „Við gerðum okkur grein fyrir því að það yrði röskun á störfum þingsins," segir hann. Kolbeinn er spurður af hverju hann hafi „ruðst" upp tröppurnar. Verjendur gera athugasemd við orðalagið (09:50) og ákæruvaldið umorðar spurninguna: „Af hverju "fórstu" upp tröppurnar." „Lögreglan handjárnaði mig, lét mig liggja á maganum og setti hnéið í bakið á mér," segir Kolbeinn. Hann segist ekki hafa vitað af hverju hann var handtekinn og kvartar undan þeirri meðhöndlun sem hann fékk af hálfu lögreglunnar.
Tengdar fréttir Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41
Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22
Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14
Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12