Lífið

Hálfblindur poppari

Apl.de.ap (lengst til hægri) ásamt félögum sínum í Black Eyed Peas.
Apl.de.ap (lengst til hægri) ásamt félögum sínum í Black Eyed Peas.

Popparinn apl.de.ap úr hljómsveitinni Black Eyed Peas er nánast blindur vegna sjaldgæfs augnsjúkdóms. Rapparinn og upptökustjórinn, sem heitir réttu nafni Allan Pienda Lindo, hefur frá barnæsku verið með sjúkdóminn nystagmus sem veldur því að augun tina og hann sér allt í þoku.

„Ég hef það ágætt,“ sagði hann við The Sun. „Ég á erfitt með að lesa, jafnvel þótt letrið sé stórt. Ég hélt að ekkert yrði úr mér, en þegar ég uppgötvaði hiphop breyttist margt. Þegar ég dansa, ímynda ég mér sjálfan mig á gólfinu. Ég efaðist lengi um mig en núna hef ég vanist því að hafa nánast enga sjón.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.