Körfubolti

Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt

Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar
„Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt," sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Stjarnan vann leikinn sannfærandi og sópaði meisturunum um leið í sumarfrí.

Nonni sagði að Stjörnumenn hefðu unnið sálfræðilegan sigur í öðrum leikhluta en þá skoruðu fráfarandi Íslandsmeistarar aðeins níu stig.

„Þegar við sáum hvað þeir voru harðir og ákveðnir að taka þetta þá var þetta í raun sálfræðilegur sigur hjá þeim og við gáfum bara eftir."

Aðspurður hvort Snæfell hafi vantað trú á verkefnið sagðist Nonni neita að trúa því.

„En hún fjaraði út - kannski eins og sást því meira sem leið á leikinn."

Nonni hrósaði einnig Stjörnunni. „Þeir eru búnir að spila frábærlega og komu mér mjög á óvart. Það hefur alltaf verið talað um að Stjarnan geti ekki spilað vörn og séu ekki nógu "physical" en þeir sönnuðu annað."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Falla meistararnir úr leik í kvöld?

Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

Umfjöllun: Stjarnan mætti með sópinn í Fjárhúsið

Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×