Handbolti

Atli tekur lagið í kvöld - Fiskinn hennar Stínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Hilmarsson þarf að taka lagið fyrir leikmenn Akureyrar í kvöld en þá taka þeir á móti bikarnum eftir að liðið varð deildarmeistari á dögunum.

Fram kemur á heimasíðu félagsins að Atli hafi lofað leikmönnum að hann myndi taka lagið eftir að liðið vinnur sinn fyrsta titil.

Líklegt er að Atli muni taka lagið Fiskurinn hennar Stínu sem er hans „þekktasta lag" eins og fullyrt er á heimasíðunni. Hann mun hafa sungið það oft þegar hann gerði KA að Íslandsmeisturum árið 2002.

Hann tók svo lagið á 80 ára afmælishátíð KA árið 2008 og má sjá upptöku af því hér fyrir ofan.

Akureyri mætir Aftureldingu í kvöld og tekur á móti bikarnum að honum loknum. Leikurinn hefst klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×