Innlent

Lítil grásleppuveiði

MYND/Fréttablaðið
Veiðin, það sem af er þessari grásleppuvertíð, er ekki nema 40 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Það má að mestu leiti skýra með þrálátum brælum, sem hafa komið í veg fyrir að menn gætu róið, því þokkalega veiðist þegar verður leyfir.

Vertíðin í Noregi hefur líka farið rólega af stað og hún er ekki hafin í Grænlandi. Eftir algjöran aflabrest við Nýfundnaland fjögur ár í röð, ætla sjómenn þar að fara að leggja net sín hvað og hverju, en þessar fjórar þjóðir veiða nær alla grásleppu, sem veidd er í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×