Innlent

Björgunaraðgerðir OR koma illa niður á Borgarbyggð

Björgunaraðgerðir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur, koma harkalega niður á fjárhag Borgarbyggðar sem á tæplega eitt prósent í fyrirtækinu. Í Skessuhorni er greint frá því þetta muni kosta sveitarfélagið 75 milljónir króna í ár, og 35 milljónir á næsta ári, peninga, sem ekki eru til.

Meðal aðgerða sem gripið verður til vegna þessara óvæntu útgjalda er að fresta nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum um óákveðinn tíma. Byggðaráð Borgarbyggðar hefur sett þann fyrirvara að ekki verði hagt að standa við samkomulagið nema að fjármunir finnist til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×