Ísraelska söngkonan Dana International mun klæðast kjól eftir tískuhönnuðinn heimsfræga Jean-Paul Gaultier í Eurovision-keppninni í maí.
Dana hefur úr átta kjólum að velja eftir Gaultier og gefur aðdáendum sínum kost á að kjósa á netinu um hvaða kjól hún skuli klæðast.
Dana vann Eurovision árið 1998 og klæddist þá einnig kjól frá Gaultier. Fari svo að hún vinni Eurovision verður hún fyrsta sólósöngkonan sem fagnar sigri tvisvar sinnum í keppninni sem flytjandi.
