Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar Hoffenheim tapaði 0-4 á útivelli á móti Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Gylfi Þór kom inn á sem varmaður þegar staðan var orðin 3-0 og löngu ljóst að leikurinn var tapaður.
Bayern München var komið í 2-0 eftir aðeins fimmtán mínútur fyrst skoraði Mario Gomez á 2. mínútu eftir sendingu Arjen Robben og svo lagði Franck Ribery upp mark fyrir Thomas Müller.
Arjen Robben kom Bayern síðan í 3-0 á 63. mínútu eftir sendingu frá Philipp Lahm og Hollendingurinn skoraði síðan annað mark á 81.mínútu eftir sendingu frá Ribery.

