Þurfum að vera á tánum til að halda okkur á toppnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2011 14:49 Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira