Viðskipti erlent

Hrun var ekki óhjákvæmilegt

George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Bandarísk stjórnvöld og leiðtogar í bandarísku viðskiptalífi hefðu getað komið í veg fyrir fjármálahrunið árið 2008 ef þeir hefðu tekið mark á hættumerkjum og haft stjórn á áhættuþáttum.

Þetta er niðurstaða bandarískrar þingnefndar sem fékk það hlutverk árið 2009 að grafast fyrir um orsakir hrunsins.

Forsetarnir George Bush og Bill Clinton bera hluta ábyrgðarinnar ásamt bæði núverandi og fyrrverandi seðlabankastjóra. Timothy Geithner fjármálaráðherra ber einnig sök, og síðan eru stjórnendur fjármálafyrirtækja harðlega gagnrýndir fyrir flóknar og illskiljanlegar áhættufjárfestingar.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×