Lífið

Lífið á Vísi býður í ókeypis Zumba

Lífið á Vísi býður öllum sem vilja í kynningartíma í Zumba, nýja líkamsræktar- og dansæðinu. Tíminn fer fram klukkan 18 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.

Fyrir ári síðan sögðum við hér á Lífinu frá þessu nýja æði sem komið var til Íslands. Þá buðum við einnig í frían Zumba-tíma þar sem þau Jóhann Örn Ólafsson, Theodóra Sæmundsdóttir og Hrafnhildur Ólafsdóttir í Danssmiðjunni tóku á móti mörg hundruð manns og kynntu fyrir þeim Zumba. Eftir það fór sannkallað æði af stað og námskeiðin fylltust allan síðasta vetur.

Snilldin við Zumba er að hver og einn dansar eftir sinni getu og allir geta verið með. „Zumba er dans og fitness með geggjaðri suður-amerískri tónlist. Sporin er sáraeinföld og taktarnir sem við tökum eru til dæmis Salsa, Merenge, Cumbia og Reggaeton. Zumba er þess vegna tær gleði sem fær alla til að brosa," segir Thea.

Hér fyrir ofan má sjá innslag úr Íslandi í dag, sem kíkti í Zumba síðasta vetur.

Þeir sem vilja vera með í ókeypis Zumba í Valsheimilinu að Hlíðarenda klukkan 18 á fimmtudag mega endilega láta vita hér á Facebook. Einnig er hægt að kynna sér Zumba betur á heimasíðunni dansjoga.is.


Tengdar fréttir

Mikil brennsla og hjartslátturinn fer upp og niður

Jóhann Örn Ólafsson og Theodóra Sæmundsdóttir eiginkona hans kynna fyrir Íslendingum nýja dansíþrótt sem nefnist „Zumba". Við hittum hjónin og spurðum þau útí sportið. „Zumba er dans og fitness með geggjaðri suður-amerískri tónlist. Sporin er sáraeinföld og taktarnir sem við tökur eru t.d. Salsa, Merenge, Cumbia og Reggaeton. Zumba er þess vegna tær gleði sem fær alla til að brosa," segir Thea þegar við forvitnumst um „Zumba".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.