Lífið

Adele ælir af sviðsskrekk

Breska söngdívan Adele, sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið, þjáist af miklum sviðsskrekk.

Ætla mætti að söngkonan væri orðin vön því að koma fram en sú er ekki raunin. Adele kastar alltaf upp áður en hún stígur á svið og segir í viðtali við bandaríska blaðið US Magazine að hún sé fegin að æla ekki á sjálft sviðið. „Það er orðið þannig að því hræddari sem ég er fyrir tónleika, þeim mun betri verða þeir.“

Adele vann meðal annars Grammy verðlaunin sem nýgræðingur ársins árið 2009 og syngur titillag nýjustu James Bond-myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.