Viðskipti erlent

Sænski seðlabankinn í slæmum málum

Sænski seðlabankinn og fjármálaeftirlit landsins eru í slæmum málum eftir að embætti sænska ríkisendurskoðunar hefur sent ríkisstjórninni þar í landi skýrslu um hlutverk seðlabankans og fjármálaeftirlitsins varðandi starfsemi sænskra viðskiptabanka í Eystarslatsríkjunum á árunum 2005-2007.

Niðurstaða ríkisendurskoðuninnar er að seðlabankinn og fjármálaeftirlitið hafi ekki sinnt sínu eftirltshlutverki nógu vel. Sænsku viðskiptabankarnir tóku mikla áhættu í úlánum á þessu svæði sem tapaðist að hluta eftir hrunið. Þetta tap lendir að einhverju leiti á sænskum skattgreiðendum.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að miklar lánveitingar sænsku bankanna til Eistlands, Lettlands og Litháen hafi kynnt undir fasteignaverðsbólu í stærstu borgum þessara landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×