Jónmundur: "Hér hefur engum verið úthýst“ 1. júlí 2011 10:53 Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vísar því alfarið á bug að Valhöll sé orðinn að einhverjum einkaklúbbi eftir að nýir starfsmenn tóku við rekstri flokksins. Hann segir alla sjálfstæðismenn velkomna í Valhöll, hér eftir sem hingað til. Og hafnar því alfarið að „grasrót" flokksins sé ekki velkomin í málefnastarfið. „Þessi frétt DV er auðvitað byggð á einhverjum nafnlausum heimildarmanni og skoðast sem slík. Staðreyndin er sú að Valhöll er galopin fyrir flokksmenn og fjölmargir, bæði almennir flokksmenn og aðrir nýta sér húsakynni okkar og þjónustu Valhallar á hverjum degi enda lít ég á Valhöll sem þjónustumiðstöð fyrir grasrótina og kjörna fulltrúa. Hér hefur engum verið úthýst og ég hvet hinn nafnlausa heimildarmann til að sannreyna það með heimsókn til okkar. Hann er velkominn eins og aðrir," segir Jónmundur. Fram kom í fréttum fyrr í dag að rætt hafi verið um meðal flokksmanna að launahækkanir starfsmanna Valhallar hafi verið fjármagnaðar með uppsögnum annarra starfsmanna á þessu ári og því síðasta. Jónmundur segir það í fyrsta lagi rangt að laun einstakra starfsmanna hafi hækkað. „Þetta er einfaldlega rangt. Þvert á móti hefur störfum verið fækkað í hagræðingarskyni og laun annarra starfsmanna hafa lækkað frá því sem áður var," segir hann. Strax á árinu 2009 var fyrirséð að rekstur Sjálfstæðisflokksins yrði þungur í einhver ár og að taka þyrfti til hendinni þegar forysta flokksins tók ákvörðun um að endurgreiða alls rúmlega 55 milljónir króna sem flokkurinn hafði fengið í styrki frá Landsbankanum og FL Group á árinu 2006. Tengdar fréttir Grasrótin ekki velkomin í Valhöll Fólki líkar ekki hvernig Valhöll er stýrt og upplifir sig ekki lengur velkomið á flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokksins eftir að Jónmundur Guðmarsson settist í framkvæmdastjórasætið. Greint var frá þessu í DV í dag. Fundur kjördæmisráðs hefur verið færður úr Valhöll. 1. júlí 2011 09:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vísar því alfarið á bug að Valhöll sé orðinn að einhverjum einkaklúbbi eftir að nýir starfsmenn tóku við rekstri flokksins. Hann segir alla sjálfstæðismenn velkomna í Valhöll, hér eftir sem hingað til. Og hafnar því alfarið að „grasrót" flokksins sé ekki velkomin í málefnastarfið. „Þessi frétt DV er auðvitað byggð á einhverjum nafnlausum heimildarmanni og skoðast sem slík. Staðreyndin er sú að Valhöll er galopin fyrir flokksmenn og fjölmargir, bæði almennir flokksmenn og aðrir nýta sér húsakynni okkar og þjónustu Valhallar á hverjum degi enda lít ég á Valhöll sem þjónustumiðstöð fyrir grasrótina og kjörna fulltrúa. Hér hefur engum verið úthýst og ég hvet hinn nafnlausa heimildarmann til að sannreyna það með heimsókn til okkar. Hann er velkominn eins og aðrir," segir Jónmundur. Fram kom í fréttum fyrr í dag að rætt hafi verið um meðal flokksmanna að launahækkanir starfsmanna Valhallar hafi verið fjármagnaðar með uppsögnum annarra starfsmanna á þessu ári og því síðasta. Jónmundur segir það í fyrsta lagi rangt að laun einstakra starfsmanna hafi hækkað. „Þetta er einfaldlega rangt. Þvert á móti hefur störfum verið fækkað í hagræðingarskyni og laun annarra starfsmanna hafa lækkað frá því sem áður var," segir hann. Strax á árinu 2009 var fyrirséð að rekstur Sjálfstæðisflokksins yrði þungur í einhver ár og að taka þyrfti til hendinni þegar forysta flokksins tók ákvörðun um að endurgreiða alls rúmlega 55 milljónir króna sem flokkurinn hafði fengið í styrki frá Landsbankanum og FL Group á árinu 2006.
Tengdar fréttir Grasrótin ekki velkomin í Valhöll Fólki líkar ekki hvernig Valhöll er stýrt og upplifir sig ekki lengur velkomið á flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokksins eftir að Jónmundur Guðmarsson settist í framkvæmdastjórasætið. Greint var frá þessu í DV í dag. Fundur kjördæmisráðs hefur verið færður úr Valhöll. 1. júlí 2011 09:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Grasrótin ekki velkomin í Valhöll Fólki líkar ekki hvernig Valhöll er stýrt og upplifir sig ekki lengur velkomið á flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokksins eftir að Jónmundur Guðmarsson settist í framkvæmdastjórasætið. Greint var frá þessu í DV í dag. Fundur kjördæmisráðs hefur verið færður úr Valhöll. 1. júlí 2011 09:29