Viðskipti erlent

Mesta verðhrun á korni í 15 ár

Mesta verðhrun á korni á síðustu fimmtán árum varð í gærdag þegar landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér skýrslu um að kornbændur þar í landi hefðu sáð óvenjumiklu magni af korni í akra sína í ár og von væri á metuppskeru í haust.

Heimsmarkaðsverð á korni lækkaði um 10% eftir að skýrslan kom út. Í frétt um málið á BBC segir að vangaveltur séu nú um að miklar verðhækkanir á matvælum undanfarna mánuði heyri sögunni til.

Það spilar einnig inn í verðhrunið að búist er við að Rússar muni bráðlega afnema útflutningsbann sitt á korni en það hefur staðið yfir í tæpt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×